Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. október 2015

Stjórn SFR ályktar um aðgerðarleysi stjórnvalda

Stjórn SFR stéttarfélaga samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í dag 13. október 2015:

Stjórn SFR lýsir verulegum áhyggjum yfir því ófremdarástandi sem nú ríkir vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í kjaradeilu félagsmanna SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins.

Krafa stéttarfélaganna er skýr og réttlát!

Við krefjumst sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn!

Verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skellur á næstkomandi fimmtudag. Við skorum á stjórnvöld að skera á hnútinn og semja við okkur um sambærilegar launahækkanir og ríkið hefur samið um í síðustu samningum og gerðardómur dæmdi öðrum starfsmönnum ríkisins!

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)