Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. október 2015

Kjarasamningur SFR við ríkið

Þann 28. október, var verkfalli SFR hjá ríkinu aflýst þar sem samningar við samninganefnd ríkisins vegna félagsmanna SFR hjá ríkinu náðust. Í næstu viku verða samningarnir kynntir félagsmönnum og munum við kynna hvar og hvenær strax og dagskráin er tilbúin. Þegar kynningu er lokið hefst atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna SFR sem starfa hjá ríkinu. Atkvæðagreiðslu lýkur 10. nóvember.

Það eru nokkur atriði sem við viljum skýra:

1. Launahækkun sem greiðist frá 1. október:

„1.10. 2015: Laun hækka um 25.000 kr. eða að lágmarki um 7,7%, sbr. meðfylgjandi launatöflu“.

Allir félagsmenn fá að lágmarki 7.7% launahækkun frá 1.10. 2015. Þar sem 25.000 krónurnar eru hærri prósenta en 7.7% fær félagsmaðurinn 25.000 króna launahækkun.

2. Bókun 1:

„Eftir samþykkt kjarasamnings þessa greiðist hverjum starfsmanni, sem er við störf í október 2015 og er enn í starfi nóvember 2015, eingreiðsla 257.000 kr. (að meðtöldu orlofi). Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í nóvember“.

Samninganefnd SFR valdi að fara þá leið að taka afturvirkni samningsins með þessum hætti, að öllum verði greiddar 257,000 krónur miða við fullt starfshlutfall, af því að þessi leið færir allflestum félagsmönnum okkar hærri upphæð en aðrar leiðir. Það var okkar mat að þetta kæmi félagsmönnum okkar best.

3. Ný launatafla 2017:

„1.06. 2017  - Ný launatafla. Við innröðun skal hverjum starfsmanni tryggð 4,5% hækkun, sjá nánar bókun 5.“

Samkvæmt þessu er öllum félagsmönnum tryggð 4.5% hækkun að lágmarki. Flestir eru þó að fá hærri upphæð við vörpun yfir í nýja töflu. Útreikningar liggja ekki fyrir enn en við erum að vinna í því að klára þá.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)