Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. desember 2015

NSO fundur haldinn í Færeyjum

NSO2Formaður og framkvæmdastjóri SFR taka nú þátt í fundi NSO (Nordiska statstjänstemannaorganisationen) sem haldinn er í Færeyjum. Á fundinum er farið yfir þau mál sem helst brenna á systurfélögum SFR á Norðurlöndunum. Fjallað er um efnahagsástand, kjarasamninga, aðgerðir stjórnvalda og þær stóru áskorandir sem eru að mæta stéttarfélögunum í náinni framtíð.

Á dagskrá fundarins nú er einnig skipulagning NSO ráðstefnunnar sem haldin verður í Færeyjum í ágúst á næsta ári. Þar munu félögin taka til skoðunar og umræðu þau brýnu málefni sem félögin telja nauðsynlegt að kortleggja fyrir framtíðina. Ljóst er af frásögnum af stöðunni innan einstakra norrænu landanna að það er af nægu að taka í málefnum sem þarf að kryfja og bregðast við. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)