Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. febrúar 2016

Vitundarvakning um árin eftir fimmtugt

LogoBALL05SFR stéttarfélag og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar bjóða til kynningar á alþjóðlegu samstarfsverkefni  mánudaginn 8. febrúar kl. 16.30 að Grettisgötu 89. Samstarfsverkefnið snýst um að móta nýja sýn á undirbúning undir starfslok. Verkefnið er unnið í samvinnu U3A Reykjavík og U3A í Lublin, Póllandi og Alicante, Spáni og er styrkt af Erasmus+ menntaáætluninni. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar er einn af bakhjörlum verkefnisins. Um U3A Reykjavík má fræðast á www.u3a.is og um verkefnið á www.ball-project.euSkráning hér á kynningarfundinn.

Ný sýn felst í því að í að undirbúningur fyrir starfslok hefjist miklu fyrr, jafnvel milli fimmtugs og sextugs og að hann sé undirbúningur undir upphaf en ekki endir. Við geti tekið nýtt nám, nýr ferill, nýtt starf eða ný áhugamál. Fólk getur átt í vændum áratugi á eftir að það hættir störfum og því ástæða til þess að staldra við og spyrja sig hvað maður vill verða og vera þegar maður eldist og hvort að maður eigi ekki einhverjar óskir eða drauma sem enn er hægt að láta rætast.

Þeir sem kynna verkefnið eru Hans Kristján Guðmundsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir og Jón Björnsson, öll í stjórn U3A Reykjavík. Kynningin er liður í vitundarvakningu um árin eftir fimmtugt.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)