Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. febrúar 2016

Félags- og húsnæðismálaráðherra á fundi trúnaðarmanna

IMG_0718Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hélt erindi á fundi trúnaðarmanna sem lauk rétt í þessu. Í erindi sínu fjallaði hún meðal annars um húsnæðismál og efnahag í tengslum við húsnæðisfrumvörp sem nú liggja fyrir. Í þeim er m.a. gert ráð fyrir hækkun húsaleigubóta sem tilraun til þess að jafna búsetustyrki og bæta þannig kjör þeirra sem mest þurfa á að halda. Tekjulægstu hóparnir eru í leiguhúsnæði sagði Eygló og hún lagði áherslu á að það þyrfti eninig að auka framboð á húsnæði.

Ein af tillögunum sem nú liggja á borðum ráðherra fjalla m.a. um hvernig stytta megi byggingatíma húsnæðis, bæði með það fyrir augum að auka framboðið hraðar en einnig til þess að minnka byggingakostnaðinn sem á endanum lendir á íbúunum sagði Eygló. Miklar og góðar umræður spunnust eftir erindi Eyglóar og sitt sýndist hverjum um ástandið á húsnæðismarkaðinum.

IMG_0721Á fundinum lagði laganefnd SFR fram tillögur að lagabreytingum sem trúnaðarmannaráðið samþykkti. Lagabreytingarnar verða lagðar fram á aðalfundi félagsins 30. mars næstkomandi. Að lokum kynnti Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri SFR nýtt skráningarkerfi sem nýlega var tekið í notkun og er m.a. notað til skráningar á trúnaðarmannanámskeið og Gott að vita námskeiðin sem nú eru að hefjast.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)