Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. maí 2016

Ermasund, örorka og stofnanasamningar á trúnaðarmannaráðsfundi

IMG_0946Sigrún Þuríður Geirsdóttir, Ermasundsfari hreif trúnaðarmenn SFR með sér í ævintýralegt ferðalag með frásögn sinni af sundinu á fundi trúnaðarmannaráðsins í gær. Sigrún er fyrsta og eina íslenska konan sem synt hefur ein yfir Ermasundið, en það gerði hún í ágúst á síðasta ári. Sigrún sagði frá reynslu sinni á trúnaðarmannaráðsfundi SFR í gær en sundið tók hana rúma 22 klst og hún synti alls yfir 62 km. Áheyrendur átti bágt með annað en að hrífast af þrautseigjunni og dugnaðinum í Sigrúnu og margir höfðu orð á því að erindi hennar hefði fyllt þá vilja til þess að setja sér stærri markmið og fylgja þeim. 

arniÁrni Stefán Jónsson formaður SFR greindi frá stöðunni varðandi stofnanasamningsgerð. Með haustinu mun fara af stað fræðsla og þjálfun til handa þeim sem munu vinna að samningsgerðinni. Hann sagði að undanfarið hefði mikil vinna verið unnin við að skipta þeim pottum sem samið hefði verið um í kjarasamningum og þá minnti hann einnig á að samkvæmt samningum yrðu launahækkanir um næstu mánaðarmót . 



 

 

bryndisAð lokum hélt Bryndís Theodórsdóttir varaformaður SFR áhugavert erindi þar sem hún velti upp spurningum um samhengið á milli þess hve margar konur færu á örorku um sextugsaldurinn og hve margar hættu störfum hjá hinu opinbera um svipað leyti. Bryndís sagði framtíðarsýn kvenna á opinberum vinnumarkaði ekki mjög spennandi í þessu ljósi og kallaði eftir umræðu innan félags og utan.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)