Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. maí 2016

Viltu verða félagsliði eða stuðningsfulltrúi?

Borgarholtsskóli býður í dreifnámi eftirfarandi námsleiðir en umsóknarfrestur fyrir haustönn 2016 er til 1. júní:

Félagsliðanám            
Fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og uppeldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnum og fatlanir. Félagsliðar sinna fjölbreyttum störfum með börnum, unglingum, fötluðum, öldruðum og fólki með geðraskanir og aðra sjúkdóma.

Viðbótarnám félagsliða
Dýpkar sértæka þekkingu félagsliða, eflir fagmennsku og eykur hæfni til sjálfstæði í störfum. Áhersla er lögð á  þjónustu á geð-, fötlunar- og öldrunarsviði. Lýkur annaðhvort með prófi sem staðfestir framhaldsmenntun félagsliða eða með fullgildu stúdentsprófi af félagsvísindasviði.
Inntökuskilyrði eru að hafa lokið félagsliðanámi.
 
Leikskólaliðanám
Námið veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Áhersla er lögð á uppeldisfræði, sálfræði, listsköpun og notkun leikja. Leikskólaliðar starfa við hlið annars fagfólks á leikskólum.

Viðbótarnám leikskólaliða
Markmið námsins er að gera nemendur  hæfari til að starfa með leikskólakennurum að skipulagningu og framkvæmd kennslu og uppeldis. Lýkur annaðhvort með prófi sem staðfestir framhaldsmenntun leikskólaliða eða með fullgildu stúdentsprófi af uppeldissviði.
Inntökuskilyrði eru að hafa lokið leikskólaliðanámi.
 
Stuðningsfulltrúanám
Námið styrkir fagvitund og áhersla er lögð á uppeldisfræði, fötlunarfræði, sálfræði, samskipti og listsköpun. Stuðningsfulltrúar starfa í skólum við hlið annars fagfólks að umönnun, uppeldi og menntun barna og ungmenna með sérþarfir. 
 
Félagsmála- og tómstundanám
Góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á vinna við, skipuleggja eða stjórna frístundastarfi hjá öllum aldurshópum. Starfsvettvangur þeirra sem ljúka félags- og tómstundanámi er einkum félagsmiðstöðvar, íþrótta- og æskulýðsfélög og önnur félagasamtök.

Um dreifnám
Dreifnám er hugsað sem nám sem hægt er að stunda samhliða vinnu. Það fer að mestu fram í gegnum tölvu en á hverri önn eru kenndar 3-4 staðlotur í skólanum um helgi. Námið byggir á þrenns konar vinnuaðferðum: verkefnavinnu í gegnum netið, staðbundnum lotum og netumræðum (ein klukkustund á viku í hverjum áfanga eftir kl. 16:35).  Þetta fyrirkomulag gerir nemendum kleift að uppfylla fjölbreytt markmið námsins auk þess sem þeir hljóta góða hæfni í upplýsingatækni. Leitast er við að verkefni tengist sem mest starfsumhverfi nemenda og samtímanum. Námsmat mun að mestu leyti felast í símati á virkni og verkefnum nemenda. Námið er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2016 er til 1. júní, sjá http://www.bhs.is/namid/brautir/dreifnam/umsokn

Upplýsingar um námið á http://www.bhs.is/namid/brautir/dreifnam/

Einnig er hægt að fara í brúarnám (félagsliðar / félagsmála- og tómstundanám) í gegnum Starfsmennt ef þú hefur ná 22 ára aldri, hefur a.m.k. 3 ára starfsreynslu í faginu og hefur lokið starfstengumd námskeiðum.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)