Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. ágúst 2016

Fulltrúar SFR á ráðstefnu NSO í Færeyjum

Fulltrúar SFR sitja nú árlega ráðstefnu NSO (Nordiske Statstjenestemenns Organisasjon) sem haldin er að þessu sinni í Þórshöfn í Færeyjum. Efni ráðstefnunnar er opinber stjórnun og áhrif starfsmanna á ákvarðanatöku. Aksel Johannesen lögmaður Færeyja ávarpaði fundinn í upphafi hans og sagðist m.a. mikilvægt að hvetja til umræðna og skoðanaskipta um aukið samstaf stjórnenda og starfsmanna. Hann sagði nauðsynlegt að stuðla að samstarfi og hlusta á skoðanir starfsmanna og minnti á að þeir sem deila ábyrgð hefðu jákvæðari afstöðu til starfsmanna.

Auk erinda frá aðildarlöndunum héldu Eva Sörensen prófessor í opinberri stjórnsýslu frá Hróarskelduháskóla, Edvard Heen forstjóri Almannaverksins (Félagsþjónustunni) í Færeyjum og Anja Pangard Ahlström trúnaðarmaður hjá Norsk Institutt for Bioökonomi erindi um efnið. Þá fjallaði Árni Stefán Jónsson formaður SFR m.a. um stofnanasamningana og umgjörð þeirra.

Aðildarfélög NSO eru YS Stat frá Noregi, HK Stat frá Danmörku, Starvsmannafelagið frá Færeyjum, Pardia frá Finnland, ST frá Svíþjóð og SFR Íslandi. Félögin skiptast á að fara með formennsku og mun SFR taka við keflinu í ár. Næsta NSO ráðstefna verður því haldin á Íslandi að ári.

Fulltrúar SFR á NSO ráðstefnunni eru þau Árni Stefán Jónsson formaður, Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri, Bryndís Theodórsdóttir varaformaður, Jóhanna Vilhjálmsdóttir stjórnarkona, Alma L. Jóhannsdóttir sérfræðingur á kjara- og félagssviði SFR og Sólveig Jónasdóttir upplýsingafulltrúi SFR. Auk þeirra situr Guðmundur H. Guðmundsson einnig ráðstefnuna fyrir hönd atvinnurekanda.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)