Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. september 2016

Misberstur á greiðslum í veikindum - færð þú greitt rétt?

Við viljum vekja athygli á því að þegar félagsmenn hafa þurft að nýta sér sjúkradagpeninga Styrktar- og sjúkrasjóðs SFR að loknum veikindarétti, hefur í allnokkrum tilvikum komið í ljós við skoðun launaseðla að ekki er verið að greiða rétt laun. Í þeim málum sem hafa komið upp er ekki greitt meðaltal yfirvinnu síðustu 12 mánuði líkt og kveðið er á um í flestum kjarasamningum. Í sumum tilvikum hefur vantað hundruð þúsunda uppá greiðslur, því hvetjum við bæði félagsmenn og launafulltrúa til að skoða ítarlega réttindi til launa í veikindum. Einnig má alltaf hafa samband við skrifstofu félagsins ef einhver vafi leikur á réttindum og því hvort rétt sé greitt.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)