Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. september 2016

Trúnaðarmannaráð SFR ályktar

Trúnaðarmannaráð SFR fagnar því að nú sé loks, eftir margra ára viðræður, komið samkomulag um breytingar á lífeyrismálum á íslenskum vinnumarkaði. Þessi nýja skipan lífeyrismála mun skapa nýjan og betri grundvöll fyrir samstarfi alls launafólks á vinnumarkaði. Við þessar breytingar tekst nú loks að tryggja opinberum starfsmönnum launaskriðstrygginguna sem við höfum lengi barist fyrir. Það þýðir að ef launaskrið verður á hinum almenna markaði, þá mun það einnig skila sér til opinberra starfsmanna. Í samkomulaginu var einnig samið um að á næstu árum mun eiga sér stað jöfnun launa á milli opinberra markaðarins og þess almenna. Þessi tvö ákvæði sem varða launaþáttinn eru opinberrum starfsmönnum mjög dýrmæt og ber að fagna þeim áfanga sérstaklega.

 
Trúnaðarmannaráðsfundur SFR  haldinn 19. september 2016 ályktar um eftirfarandi:


Samkomulag um breytingar á skipan lífeyrismála.

Trúnaðarmannaráð SFR fagnar því að nú sé loks, eftir margra ára viðræður, komið samkomulag um breytingar á lífeyrismálum á íslenskum vinnumarkaði. Þessi nýja skipan lífeyrismála mun skapa nýjan og betri grundvöll fyrir samstarfi alls launafólks á vinnumarkaði. Hingað til hafa mismunandi lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinberum vinnumarkaði verið Þrándur í götu í samstarfi og samanburði milli atvinnumarkaða.

Nýtt sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk, hvort sem það er á almennum markaði eða opinberum, byggir á 15,5% iðgjaldagreiðslu eins og er nú í opinberu sjóðunum. Lífeyristökualdurinn verður hins vegar miðaður við 67 ára aldur. Sveigjanleikinn í núverandi kerfi, þar sem valið stendur um að hætta starfi fyrr eða síðar með þeirri lífeyrisávinnslu sem því fylgir, verður þó áfram til staðar. Inn í nýja sameiginlega lífeyrissjóðskerfið fara nýir starfsmenn sem koma til starfa hjá ríkinu eftir áramót. Þeir starfsmenn og sjóðsfélagar sem eru nú í A- og B- deild lífeyrissjóðanna munu hins vegar halda óbreyttum réttindum sínum. 

Við þessar breytingar tekst nú loks að tryggja opinberum starfsmönnum launaskriðs-trygginguna sem við höfum lengi barist fyrir. Það þýðir að ef launaskrið verður á hinum almenna markaði, þá mun það einnig skila sér til opinberra starfsmanna.

Í samkomulaginu var einnig samið um að á næstu árum mun eiga sér stað jöfnun launa á milli opinberra markaðarins og þess almenna. Þessi tvö ákvæði sem varða launaþáttinn eru opinberrum starfsmönnum mjög dýrmæt og ber að fagna þeim áfanga sérstaklega.

Með þessum breytingum hefur verið skapaður algjörlega nýr grundvöllur til að þróa nýtt og betra samstarf á íslenskum vinnumarkaði sem gæti leitt til nýs vinnumarkaðslíkans sem mun tryggja launafólki meiri og varanlegri kaupmátt ef vel tekst til. Til þess að svo megi verða þá er einnig nauðsynlegt að ríkisvaldið og Seðlabankinn komi að borðinu af fullri alvöru. Sameiginlega verða allir aðilar að vinna að efnahagslegum og félagslegum stöðuleika á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægra vaxtastigs. Í þessu efni má enginn svíkjast undan merkjum ef takast á að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)