Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. september 2016

Nýtt lífeyriskerfi og jöfnun launa

BSRB hefur ásamt Bandalagi háskólamanna (BHM) og Kennarasambandi Íslands (KÍ) undirritað samkomulag við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi. Með þessu samkomulagi er tryggt að allt launafólk í landinu njóti sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Réttindi núverandi sjóðsfélaga haldast óbreytt, auk þess sem ríki og sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að leiðrétta launamun milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna.

Með samkomulaginu hefur lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verið fullfjármagnað og verður það hér eftir sjálfbært. Til að svo megi verða leggja ríki og sveitarfélög samtals um 120 milljarða króna í sérstaka lífeyrisaukasjóði. Legið hefur fyrir lengi að fyrirkomulag lífeyrismála opinberra starfsmanna væri ósjálfbært og því ljóst að óbreytt ástand gæti ekki gengið áfram. Sjá nánar á heimasíðu BSRB.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)