Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. nóvember 2016

Norræna velferðarvaktin

Fulltrúar SFR standa vaktina á lokaráðstefnu norrænu velferðarvaktarinnar á Nordica í dag. Á ráðstefnunni voru kynnt nokkur stór og mikilvæg verkefni og rannsóknir sem unnar hafa verið á undanförnum misserum.

Stefán Ólafsson prófessor rakti þar þróun efnahagsmála frá hruni í samanburði við önnur lönd. Í máli hans kom m. a. fram að atvinnuleysi á íslenskum vinnumarkaði hefði minnkað hraðar en annars staðar og væri minnst hér á landi í dag.
Guðný Björk Eydal prófessor greindi frá norrænni samanburðarrannsókn þar sem lagt var mat á hlutverk og þátttöku félagsþjónustunnar í neyðaraðstoð og hvort félagsþjónustunnar hafi formlega áætlun vegna ófyrirsjáanlegar atburða eða skyndilegri vá. Þá kynntu Sigríður Jónsdóttir og Håkan Nyman frá Heilbrigðis- og Velferðarráðuneytum Íslands og Svíþjóðar afar áhugavert verkefni þar sem bornir hafa verið saman 30 félagsvísar á 9 sviðum. Á síðunni nomi.bazooka.se er hægt að bera saman þætti eins og menntun, heilsu, atvinnuþátttöku, húsnæði o. s.frv. á milli Norðurlandanna á afar einfaldan hátt. Markmiðið er að vinna áfram að þessu verkefni og færa það nær rauntíma.

Norræna velferðarvaktin er eitt verkefnanna sem stofnað var til í tengslum við formennskuáætlun Íslands. Það er þriggja ára rannsóknarverkefni sem hefur staðið yfir 2014-2016 og miðar að því að styrkja og stuðla að sjálfbærni norrænu velferðarkerfanna, með því að efla rannsóknir og auka samvinnu og miðlun reynslu og þekkingar á milli Norðurlandanna. 

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)