Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. nóvember 2016

Háskóladeild SFR stofnuð

Um þrjátíu félagsmenn úr SFR mættu á stofnfund háskóladeildar félagsins sem haldinn var í gær. Árni Stefán Jónsson ávarpaði fundinn og óskaði fundarmönnum meðal annars til hamingju með daginn, enda stofnfundurinn haldinn á 77 ára afmælisdegi SFR. Þá greindu Bryndís Theodórsdóttir varaformaður og Alma Lísa Jóhannsdóttir sérfræðingur á kjara- og félagssviði SFR frá undirbúningi að stofnun deildarinnar, viðfangsefnum hennar og markmiðum. Rétt til aðildar að Háskóladeild SFR eiga þeir félagsmenn sem lokið hafa Bachelor gráðu eða sambærilegu námi en auk þess geta þeir félagsmenn sem lokið hafa fyrsta námsári eða 60 ECTS einingum á háskólastigi einnig sótt um fulla aðild að deildinni.

Mikil ánægja var meðal fundarmanna með stofnun deildarinnar enda hafa háskólamenn  lengi beðið eftir samastað innan félagsins en þeir eru á 11-15% félagsmanna. Í samþykktum deildarinnar sem samþykktar voru á fundinum kemur meðal annars fram að viðfangsefni hennar skulu vera að gæta hagsmuna félagsmanna á vinnumarkaði og vera málssvari þeirra, halda uppi kynningar- og félagsstarfi með deildarfélögum, efla þekkingu félagsmanna og stuðla að fræðslustarfi.

Í stjórn deildarinnar sem kosin var á stofnfundinum í gær sitja; Guðrún Kristín Svavarsdóttir starfsmaður Landspítala sem kjörin var formaður deildarinnar, Augustin Dutatanye starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, Ingiríður Blöndal hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Ólafía Sævarsdóttir hjá Tryggingastofnun ríkisins, Sólveig Jónasdóttir hjá SFR stéttarfélagi, Svanhildur Steinarsdóttir hjá Menntamálastofnun og Sveinn Sveinsson hjá Vinnumálastofnun. Ný stjórn deildarinnar mun funda flótlega og ákveða fyrirkomulag á skráningu í deildina og munu verða sendar upplýsingar um það til félagsmanna þegar þar að kemur.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)