Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. desember 2016

Jólafundur trúnaðarmanna

Jólafundur trúnaðarmannaráðs var haldinn í gær og var salurinn á 1. hæð Grettisgötunnar þéttsetinn. Dagskrá fundarins var af léttara tagi eins og vaninn er á jólafundi, Edda Björgvinsdóttir hóf gamanið með því að fjalla á sinn óborganlega hátt um húmor og jákvæðni í samskiptum. Það er óhætt að setja að sá fyrirlestur lét engan ósnortinn og mátti sjá breið bros um allan sal. Þá las Andri Snær Magnason upp úr bók sinni Sofðu ást mín og Gerður Kristný Guðjónsdóttir las upp úr Hestvík. Bæði fluttu þau síðan trúnaðarmönnum ljóð eftir sig um íslensku jólasveinana. Ljóð Gerðar Kristnýar fjallaði um Ketkrók og Andri Snær orti um Hurðaskelli, ekki leiðinleg yrkisefni það. Að loknu jólakaffi fengu trúnaðarmenn síðan afhentar jólagjafir og formaðurinn Árni Stefán Jónsson þakkaði þeim gott starf á árinu og óskaði gleðilegra jóla.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)