Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. janúar 2017

Fjórir nýir orlofsmöguleikar

Á fundi trúnaðarmanna SFR í gær kynnti Ólafur Hallgrímsson formaður Orlofssjóðs breytingar á húsum félagsins í Vaðnesi sem nú væri lokið og skýrði frá því að 4 nýir orlofsmöguleikar hefðu bæst við hjá félagsmönnum SFR. 

Fyrst er að nefna að gengið var frá kaupum á stóru orlofshúsi að Selásum í Borgarfirði nú á milli jóla og nýars. Húsið er með stórri verönd og litlu gestahúsi og er steinsnar frá orlofsbyggðinni í Munaðarnesi. Húsið að Selásum var keypt tilbúið, með húsgögnum og húsbúnaði og mun fara í útleigu nú fljótlega í janúar en það verður kynnt betur síðar. Þá hefur einnig bæst við orlofshús í Munaðarnesi, en það er hús sem Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins hafði í Vörðuási 17 en eins og kunnugt er þá gekk félagið í SFR á síðastliðnu ári. Gamla húsið var flutt af staðnum og nýtt hús byggt frá grunni í sama stíl og önnur hús SFR í Munaðarnesi og mun verða leigt út til félagsmanna í mars. Að lokum sagði hann frá því að keyptar hafa verið tvær íbúðir við Grandaveg í Reykjavík í nýbyggðu húsi við JL húsið,  eins og fjallað hefur verið um hér áður. Verið er að ljúka við að leggja þar gólfefni og kaupa húsgögn og búast mætti við að íbúðirnar verði tilbúnar til útleigu í febrúar. 

Ítarleg kynning verður síðan í Orlofsblaði félagsins sem sent verður félagsmönnum fljótlega upp úr mánaðarmótum febrúar og mars auk þess sem upplýsingar verða settar á orlofsvefinn þegar nær dregur útleigutímanum.

 

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)