Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. janúar 2017

Trúnaðarmenn fræðast

Á fyrsta trúnaðarmannafundi ársins sem haldinn var í vikunni hlýddu trúnaðarmenn meðal annars á fróðlegt erindi Þórunnar Ólafsdóttur sem er stofnandi og formaður Akkeris. Hún sagði frá reynslu sinni af hjálparstarfi með flóttafólki á ströndum Grikklands og víðar í máli og myndum. Frásögn hennar var sláandi og hreyfði sannarlega við fundarfólki. Þórunn hvatti fólk til þess að hjálpa til og sagði alla geta gert eitthvað. Sjálfboðaliðastarf þyrfti ekki endilega að felast í því að bjarga fólki úr sjávarháska heldur þyrfti að gera margt fleira bæði hér heima og á staðnum. Það þyrfti að safna og flokka föt, smyrja samlokur, sinna börnum og miðla upplýsingum sem að hennar mati væri oft mikilvægasti þátturinn. Skortur á réttum upplýsingum til fólks á flótta skapaði mikið óöryggi og hræðslu meðal þeirra. Þeir sem vilja kynna sér samtökin Akkeri eða styrkja þau geta fengið nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.akkeri.is eða facebook.

Að loknu erindi Þórunnar kynnti Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB nýja reglugerð um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og fór yfir þær breytingar sem felast í henni og áhrif þeirra á starfsumhverfi okkar og skyldur. Sonja lagði áherslu á að trúnaðarmenn fylgju því eftir hvort breytingar á reglugerðinni hefðu skilað sér inn í skriflega áætlun vinnustaðarins um öryggi og heilbrigði á vinnustað og sagði mikilvægt að gert yrði bæði áætlun um forvarnir og viðbrögð. Bækling sem byggir á nýju reglugerðinni má finna hér undir flipanum Vellíðan í vinnu - einelti og áreitni

Árni Stefán Jónsson fjallaði því næst um lífeyrismál og útskýrði stöðu mála eftir breytingar á lögunum um A-deild. Miklar og góðar umræður sköpuðust um málið. Að lokum skýrði Ólafur Hallgrímsson formaður Orlofssjóðs kynnti breytingar á húsum félagsins í Vaðnesi sem nú væri lokið og skýrði frá því að 4 nýjar eignir hefðu bæst í safn félagsins. Nánar er sagt frá því í frétt hér á vefnum.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)