Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. janúar 2017

Opið fyrir skráningar í háskóladeild

Opnað hefur verið fyrir skráningu í háskóladeild SFR. Rétt til aðildar hafa þeir sem lokið hafa Bachelor-gráðu eða sambærilegu námi eða a.m.k. 60 ECTS einingum á háskólastigi.  Innan SFR eru samkvæmt könnuninni um Stofnun ársins um 11-15% félagsmanna með háskólapróf. SFR undanfarin ár beitt sér fyrir því að þessi hópur búi við sambærileg kjör og aðrir háskólamenn á vinnumarkaði. Með öflugri háskóladeild er markmiðið að þétta hópinn og stuðla að bættri stöðu háskólamenntaðra félagsmanna.

Við hvetjum alla þá félagsmenn sem hafa lokið háskólanámi eða eru langt komnir til þess að skrá sig og vera með í að búa til sterka deild háskólafólks innan SFR.

Rafræna umsókn má finna undir Mínum sínum en athugið að prófskírteini eða staðfestar upplýsingar frá viðkomandi háskóla um fjölda lokinna eininga þurfa að fylgja umsókninni. Nánari upplýsingar má finna undir tenglinum Háskóladeild og hjá Sólveigu á skrifstofu félagsins (solveig@sfr.is)

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)