Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. janúar 2017

Framtíðarfærni og gæði skipta Skota miklu máli

Þessa vikuna hefur hópur Íslendinga notið gestrisni Skota og fengið að fræðast um skoska menntakerfið og starfsþróunarmál en um er að ræða námsferð sem Fræðslusetrið Starfsmennt skipulagði. Í ferðinni eru fjórir frá skrifstofu Starfsmenntar, einn frá SFR og tveir fulltrúar frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Farið var meðal annars yfir uppbyggingu skoska hæfnirammans sem samanstendur af 12 þrepum. Þá var fundað með kynningarteymi „Scottish Trade Unions Congress“ sem sögðu frá mikilvægi menntunar til að byggja upp samfélög og viðhalda lífsgæðum. Ekkert sjálfsagt þar frekar en á Íslandi.

Einnig var farið í heimsókn til „Skills Development Scotland“ og fræðst um hugmyndafræði SDS, stuðning og þróun við náms- og starfsráðgjafaþjónustu, skipulag vinnustaðarnáms og hvernig reynt er að gera iðnmeistarakerfið sveigjanlegra með þarfir samfélags og vonandi fleiri nemenda í huga.

Þeir sem eru í námsferðinni:
Bergþóra Guðjónsdóttir, Fræðslusetrið Starfsmennt
Björg Valsdóttir, Fræðslusetrið Starfsmennt
Einar Mar Þórðarson, Kjara- og mannauðssýsla ríkisins
Guðfinna Harðardóttir, Kjara- og mannauðssýsla ríkisins
Hulda Anna Arnljótsdóttir, Fræðslusetrið Starfsmennt
Jóhanna Þórdórsdóttir, SFR stéttarfélag í almannaþjónustu
Sólborg Alda Pétursdóttir, Fræðslusetrið Starfsmennt

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)