Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. mars 2017

Rafræn kosning til stjórnar SFR hefst 12.03 kl. 17

Aðalfundur SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, verður haldinn þann 23. mars næstkomandi og í aðdraganda hans fer fram kosning til stjórnar félagsins. Samkvæmt lögum félagsins þarf rafræn kosning til stjórnar að standa í a.m.k. 10 daga og hefst hún þann 12. mars næstkomandi kl. 17.00 og lýkur 22. mars kl. 17:00. Kosningin er rafræn og í umsjón fyrirtækisins Outcome kannanir ehf.

Um er að ræða kosningu meðstjórnenda en 11 einstaklingar bjóða sig fram til stjórnarsetu, en kjósa þarf 10 stjórnarmenn. Þeir 10 einstaklingar sem flest atkvæði fá verða réttkjörnir stjórnarmenn. Formaður er sjálfkjörinn þar sem ekki barst mótframboð í þá stöðu.

Félagsmenn SFR fá sent bréf með aðgangsorði að atkvæðagreiðslunni ásamt kynningargögnum. Þeir sem eru með netfang skráð hjá SFR fá aðgangsorðið einnig sent með tölvupósti.

Kynningu á frambjóðendum má nálgast hér.

Nánari upplýsingar um kosninguna má nálgast hér.

Ef félagsmanni hefur ekki borist kjörgögn 14. mars getur hann sent tölvupóst á johanna@sfr.is eða hringt í s. 525-8340.  

Kosningunni lýkur eins og áður sagði miðvikudaginn 22. mars 2017 kl. 17:00.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)