Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

31. maí 2017

Ójafnræði í dagvistunarúrræðum

Mikill munur er á þeim dagvistunarúrræðum sem foreldrar njóta milli sveitarfélaga og ekki ríkir jafnræði í þjónustu við börn að loknu fæðingarorlofi. Nefnd BSRB um fjölskylduvænna samfélag aflaði upplýsinga um stöðu dagvistunarmála að loknu fæðingarorlofi hjá sveitarfélögunum í landinu og hefur nú gefið út skýrslu með helstu niðurstöðum. Markmiðið var að varpa ljósi á hvaða stuðning hið opinbera veitir, enda ítrekað verið bent á þau vandamál sem leiða af því bili sem er á milli fæðingarorlofs foreldra og þess aldurs þegar börnum er tryggt leikskólapláss. 

Könnun BSRB sýnir að börn á Íslandi eru að jafnaði um 20 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla en samanlagt fæðingarorlof beggja foreldra er níu mánuðir. Engin lög eru til um það hvenær börn skulu fá dagvistun og er sveitarfélögunum í landinu í sjálfsvald sett við hvaða aldur börn eiga rétt á dagvistunarúrræðum. Ísland sker sig frá öðrum Norðurlöndum þar sem lög segja til um við hvaða aldur börnum skuli boðið upp á dagvistun. Sá réttur helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs þannig að þegar orlofinu sleppir eiga börn lögbundinn rétt á dagvistun.

Tölur Hagstofunnar sýna að langflest börn yngri en 12 mánaða eru hvorki hjá dagforeldrum né á leikskólum. Það sama á við tæplega fjórðung eins árs barna. Það bendir til þess að þau séu heima hjá foreldrum sínum eða ættingjum. Rannsóknir sýna að mæður axla almennt mestan þunga af því að brúa þetta bil. Núverandi fyrirkomulag tryggir því litlu eða engu leyti að báðir foreldrar fái jafna möguleika til þátttöku á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi. Ekki verður séð að jafnræði ríki um þjónustu við börn að loknu fæðingarorlofi.

 

Nánar má lesa um könnunina á vef BSRB.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)