Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. júní 2017

NSO ráðstefna á Siglufirði

Nú stendur yfir árleg ráðstefna NSO (Nordiska statstjanestemanna organisationen) en Ísland hefur veitt samtökunum foryrstu síðastliðið ár. Árni Stefán Jónsson formaður SFR setti ráðstefnu NSO sem nú er haldin á Siglufirði og í ávarpi sínu fjallaði hann m.a. um efnahagslegar upp- og niðursveiflur og hvernig vertíðarfólkið Íslendingar bregst við þeim. En umfjöllunarefni ráðstefnunnar er einmitt framtíðin og vinnumarkaðurinn með sérstaka áherslu á opinbera markaðinn.

Ráðstefnuna sitja fulltrúar systrafélaga SFR á norðurlöndunum og eru stjórnarmenn úr SFR hluti þeirra auk Gunnars Björnssonar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Dagskráin er fjölbreytt og hófst morguninn á hressandi erindi frá Stefáni Ólafssyni félagsfræðingi um hlutverk ríkisins í framtíðinni. Hann fjallaði meðal annars um minnkandi hlutverk ríkisins og launþegahreyfingarinnar á heimsvísu sem til dæmis má sjá í færri félagsmönnum stéttarfélaga, fleiri tímabundnum ráðingum og fleiri hlutastörf. Hann benti þó á betri stöðu norðurlandanna í alþjóðasamhengi þrátt fyrir neikvæð áhrif heimsvæðingarinnar. Hann ítrekaði að framtíð ríksins í vinnumarkað framtíðarinnar væri fyrst og fremst háð pólítík. Síðar í dag mun Róbert Guðfinnsson frumkvöðull á Siglufirði fjalla um samfélagslega ábyrgð en hann hefur meðal annars byggt upp Hótel Sigló og veitingastaðina við höfnina.
Ráðstefnan mun standa í tvö daga og síðari daginn mun Róberti Farestveit hagfræðingi fjalla um vinnumarkað framtíðarinnar og Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar mun m.a. tala um stöðu smáríkja. Auk þess verða stutt innlegg frá Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)