Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. júní 2017

Ráðstefnulok NSO

Rétt í þessu lauk afar áhugaverðri og árangursríkri ráðstefnu NSO sem haldin hefur verið á Siglufirði undanfarna tvo daga. Ráðstefnur NSO eru árlegar og var umfjöllunarefnið að þessu sinni vinnumarkaður framtíðarinnar. Fjölmargir fyrirlesarar fjölluðu um framtíðina frá mismunandi sjónarhorni. Þar var velt upp spurningum á borð við hvert verður hlutverk stéttarfélaganna? Hvað með ríki og sveitarfélög? Hvernig getum við gert áætlanir? Fyrirlesarar og þátttakendur ráðstefnunnar veltu fyrir sér pólitíkinni, loftslagsmálunum, endurmenntun framtíðarinnar, vélmennum, stafrænni tækni og vinnumarkaðsþróun almennt. Efni ráðstefnunnar verður gerð betri skil í Blað stéttarfélaganna í haust enda margt afar fróðlegt sem þar kom fram.

Fulltrúar stjórnar SFR sátu ráðstefnuna ásamt nokkrum starfsmönnum og tókst hún í alla staði mjög vel. SFR hefur gegnt formennsku í NSO undanfarið ár  en í  lok ráðstefnunnar afhenti Árni Stefán Jónsson formaður SFR Jan Erik Rassmussen framkvæmdastjóra HK í Danmörku keflið og mun Danmörk gegna formennsku næsta árið. 

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)