Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. ágúst 2017

Langar þig að starfa í Félagsráði?

Fresturinn til þess að tilkynna framboð til félagsráðs hefur verið framlengdur til og með 5. september. Allir félagsmenn SFR geta boðið sig fram í Félagsráð en kosið verður í Félagsráð SFR á fyrsta fundi trúnaðarmannaráðs í haust þann 12. september næstkomandi.

Félagsráð mynda stjórn félagsins, formenn fagfélaga/deilda/sjóða og stéttarfélaga og 20 fulltrúar kosnir af trúnaðarmannaráði á fyrsta trúnaðarmannaráðsfundi að hausti eftir kosningu á oddatöluári. Við kosningu fulltrúa í félagsráð skal tryggt að lágmarki sé einn fulltrúi frá eftirtöldum landshlutum: Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi Vestra, Norðurlandi Eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Formaður SFR er jafnframt formaður félagsráðs.

Sjá nánar hér um hvernig skal skila inn framboði.


Gert er ráð fyrir að félagsráð hittist u.þ.b. tvisvar á ári. Þeir sem eru áhugasamir um að taka þátt í starfi SFR og mótun stefnu félagsins eru hvattir til að bjóða sig fram í félagsráð.

Hlutverk félagsráðs er að taka fyrir og afgreiða mál sem eru þess eðlis að ekki þurfi afgreiðslu félagsfundar eða stjórnar SFR. Félagsráð skal vinna að stefnumótun fyrir félagið í samráði við stjórn og annast undirbúning fyrir aðalfund félagsins, þar á meðal að kjósa uppstillinganefnd og laganefnd þegar það á við. Á fundum félagsráðs skal m.a. gerð grein fyrir fjárhagsstöðu sjóða félagsins og lögð fram skýrsla yfir starfsemina. Félagsráð skal ákveða hvaða fastanefndir skulu starfa og setja þeim reglur og kjósa í þær. Félagsráð getur einnig stofnað aðrar nefndir eða vinnuhópa innan félagsins í kringum sérstök verkefni.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)