Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. september 2017

Kynbundinn launamunur að aukast

Niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR sýna að grunnlaun félagsmanna SFR félaga hækkuðu um tæplega 9% á milli ára 2016 og 2017. Þar af voru 6,5% kjarasamningsbundnar hækkanir hjá flestum SFR félögum. Heildarlaun hækkuðu um 8%.

Kynbundinn launamunur mælist nú 13% samkvæmt könnuninni en það er sá munur sem eftir stendur þegar leiðrétt hefur verið fyrir aldri, vinnutíma, starfsaldri, starfsstétt, menntun, vaktaálagi og atvinnugrein. Lægstur hefur kynbundinn launamunur mælst árið 2013 en þá var hann 7%. Hann hefur því smátt og smátt verið að aukast aftur undanfarin ár eftir að hafa minnkað í kjölfar efnahagshrunsins. Heildarlaun karla eru hærri en kvenna í öllum starfsstéttum og líkt og í fyrri könnunum fá færri konur aukagreiðslur en karlar. Tæplega fjórðungur kvenna fá engar aukagreiðslur en aðeins 10% karla. Munur á heildarlaunum karla og fullvinnandi kvenna er nú rúm 20% og er það álíka munur og undanfarin sex ár og sambærilegur þeim sem Hagstofan mældi árið 2015

Ítarlegar niðurstöður launakannana félaganna má finna í Blaði stéttarfélaganna og hér á vef SFR.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)