Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. nóvember 2017

Ef óveður og/eða ófærð hamlar vinnusókn

Nú er langt síðan að veðrið hefur látið svona illa og því ástæða til að rifja upp réttarstöðu starfsmanna þegar þeir komast ekki til vinnu vegna ófærðar. Í bréfi til ráðuneyta og ríkisstofnana þar sem fjallað er um laun og frítökurétt starfsmanna þegar óveður og/eða ófærð hamla vinnusókn kemur eftirfarandi fram:

„Almenna reglan er sú að starfsmaður sem ekki mætir til starfa af völdum ófærðar, er launalaus eða vinnur daginn/vaktina af sér síðar. Hafi almenn ófærð ríkt á viðkomandi svæði og þeir starfsmenn sem í hlut eiga, gert sitt ítrasta til að komast til vinnu eða komið strax og t.d. strætisvagnaleiðir opnuðust, vill ráðuneytið hér með beina því til stofnana að dagvinnulaun hlutaðeigandi starfsmanna verði ekki skert vegna slíkra fjarvista.“

Einnig er í bréfinu fjallað um það ef starfsmaður kemst ekki heim vegna óveðurs og eða ófærðar.

Sjá bréf ráðuneytisins frá 23. febrúar 2000.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)