Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. nóvember 2017

Samstarf félaganna rætt á stefnufundi

Trúnaðarmenn og fulltrúar SFR og St.Rv. héldu sameiginlegan stefnufund á Grand hótel í gær. Alls komu þar saman rúmlega 120 manns sem eru virkir í trúnaðarmannastörfum fyrir félögin. Á fundinum kynnti Gylfi Dalmann dósent við Háskóla Íslands greinargerð um hagkvæmni aukins samstarfs eða sameiningar félaganna sem hann vann fyrir félögin.

Samstarf félaganna hefur verið afar mikið síðustu 20 ár og hefur aukist undanfarin ár. Félögin hafa boðið upp á sameiginlega trúnaðarmannafræðslu í rúmega 20 ár, Gott að vita námskeið og ýmsa viðburði. Þá er Blað stéttarfélaganna gefið út af báðum félögum auk þess sem þau vinna saman að Stofnun ársins og árlegri launakönnun.

Að lokinni kynningu Gylfa Dalmanns ræddu fundarmenn saman í hópum um kosti og galla slíkrar sameiningar, lögðu mat á samstarf félaganna fram að deginum í dag og möguleg næstu skref. Umræðurnar voru afar lifandi og skemmtilegar og mörg áhugaverð sjónarmið komu fram. Málið er langt frá útrætt og verður fjallað um það á næstu trúnaðarmanna- og fulltrúaráðsfundum félaganna á næstunni.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)