Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. desember 2017

Trúnaðarmannaráð ályktar á jólafundi

Mikið fjölmenni var á jólafundi Trúnaðarmannaráðs SFR sem haldinn varí gær. Á fundinum kynnti Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB áherslur og verkefni bandalagsins sem eru bæði mörg og margbreytileg. Þar má m.a. nefna jöfnun launa og launaskrið, norræna vinnumarkaðslíkanið og tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá ríki og borg. Eðli málsins samkvæmt eru mörg verkefnanna unnin í samvinnu og í samningaviðræðum við ríki og aðra viðsemjendur og stærsti hluti þeirra eru tilkominn vegna þrýstings frá BSRB. Elín Björg sagði auk þess frá því að BSRB hefði nýlega gert skýrslu um dagvistunarúrræði um land allt og væri nú verið að nýta hana til að þrýsta á stjórnvöld til þess að tryggja jöfnuð um land allt í þessum málaflokki. Þá hefur BSRB einnig tekið virkan þátt í #meToo byltingunni undanfarnar vikur m.a. með sameiginlegri ályktun heildarsamtaka launafólks.

Þá lásu þau Vilborg Davíðsdóttir, Eríkur Bergmann og Jón Gnarr rithöfundar úr nýútkomnum bókum sínum, trúnaðarmenn þáðu heitt súkkulaði og smákökur og fengu jólagjöf frá félaginu. Það má benda á að þeir trúnaðarmenn sem ekki komust á fundinn í gær er bent á að hafa samband við Kristínu Ernu á skrifstofu SFR (kristin@sfr.is).

Árni Stefán Jónsson formaður SFR kynnti niðurstöður sameiginlegs stefnufundar trúnaðarmanna SFR og fulltrúa St.Rv. sem haldinn var 28. nóvember síðastliðinn. Efni þess fundar var samstarf og möguleg sameining félaganna tveggja og voru niðurstöðurnar jákvæðar og afar gagnlegar fyrir áframhaldandi vinnu. Trúnaðarmannaráðsfundur samþykkti af þessu tilefni eftirfarandi ályktun.

Ályktun
Trúnaðarmannaráðsfundar 12. desember 2017


Á sameiginlegum stefnufundi trúnaðarmanna og fulltrúa í SFR og St.Rv., sem fram fór 28. nóvember 2017, voru 124 fulltrúar og trúnaðarmenn skráðir á fundinn en þar var til umræðu aukið samstarf eða hvort félögin ættu að stefna að sameiningu. Unnið var með þessa spurningu á vinnuborðum og var gerð grein fyrir þeirri umræðu hér á fundinum í dag.

Í lok stefnufundarins var lögð fyrir könnun þar sem spurt var hvort félögin ættu að sameinast í eitt stéttarfélag. Mikill meirihluti beggja félaga svaraði þeirri spurningu játandi.

Trúnaðarmannaráð styður að tekin verði næstu skref til sameiningar SFR og St.Rv. og leggur áherslu á að nú fari fram kynning meðal félagsmanna og að stjórn félagsins vinni að áætlun um næstu skref.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)