Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. janúar 2018

Styrkir úr Styrktar- og sjúkrasjóði SFR hækka

Styrktar- og sjúkrasjóður SFR tilkynnir eftirfarandi hækkanir sem taka gildi í sjóðnum frá og með 1. janúar 2018.

- Fæðingarstyrkur hækkaður úr 220.000 uppí 240.000
- Krabbameinsskoðun hækkar úr 6.600 í 8.800
- Tannlæknakostnaður úr 100.000 uppí 150.000
- Tæknifrjóvgun úr 120.000 í 150.000

Styrkupphæðir miðast við að félagsmaður hafi á síðastliðnum 12 mánuðum greitt í félagsgjöld 22.000 kr. eða meira. Hálfur styrkur er veittur ef félagsgjöld eru á bilinu 11.000 til 22.000 kr. Þetta viðmið er uppfært um hver áramót og fylgir launaþróun félagsmanna. Uppfærðar upphæðir 2018 munu verða 23.000 fyrir fullan styrk og 11.500 til 23.000 fyrir hálfan styrk.

Nánari upplýsingar styrki úr Styrktar- og sjúkrasjóði má finna á Mínum síðum. Við hvetjum félagsmenn til þess að nýta sér þá fjölmörgu styrki sem félagsmönnum stendur til boða.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)