Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. janúar 2018

Rætt um heilbrigðiskerfið á fyrsta fundi trúnaðarmannaráðs á þessu ári

Góð mæting var á fyrsta trúnaðarmannaráðsfund ársins miðvikudaginn 17.janúar síðastliðinn enda góð dagskrá að vanda. Aðalgestur fundarins var Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rúnar fjallaði um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu sem hann hefur rannsakað í fjölda ára. Í máli hans kom fram meðal annars að ef tekið er mið af aðgengi almennings að kerfinu er ljóst að félagslegu heilbrigðiskerfin sem rekin eru og fjármögnuð af hinu opinbera koma betur út en einkarekin kerfi og blönduð. Það er því umhugsunarefni af hverju heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur færst æ meir í áttina að einkavæðingu þrátt fyrir skýran vilja almennings sem vill hafa gott opinbert heilbrigðiskerfi.

Þá var komið að fræðslumálunum þar sem Guðfinna Harðardóttir framkvæmdastjóri Starfsmenntar og Jóhanna Þórdórsdóttir fræðslustjóri SFR kynntu fjölbreytt og áhugaverð námskeið sem standa félagsmönnum og trúnaðarmönnum SFR til boða. 
Árni Stefán formaður SFR fór síðan yfir launaskrið reglulegra launa á árunum 2013 – 2016 og ákvæði þess efnis í síðasta rammasamkomulagi við aðila vinnumarkaðarins.

Að lokum sagði Árni Stefán frá alheimsþingi PSI (public service international) sem haldið var í Genf í haust. PSI eru alþjóðasamtök stéttarfélaga opinberra starfsmanna um allan heim. Málefnin voru fjölmörg og áhugaverð og þar var fjallað um einkavæðinguna sem eykst með ári hverju, skattaundanskot stórfyrirtækja og nýjar áskoranir vegna tæknibreytinga svo eitthvað sé nefnt.
Þrír fulltrúar SFR fóru á þingið enda hefur SFR leitt samstarfið við PSI fyrir hönd Íslands. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)