Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. janúar 2018

Félagsráð fundar á nýju ári


Félagsráð kom saman í gær á fyrri fundi ársins. Gestur fundarins var Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, sem flutti erindi um stöðu hagkerfisins, hagvöxt og landsframleiðslu. Í erindi hans kom meðal annars fram að mikill uppgangur hefur verið frá árinu 2010 á Íslandi. Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Hagstofu Íslands fyrir næstu ár er að viðskiptajöfnuður verði jákvæður, þó hægist á hagvexti. Hagvöxt síðustu ára má þakka að miklu leyti vöxtinn í ferðaþjónustunni og viðbúið að þar komist jafnvægi á. Einnig kom fram í máli hans að Ísland hefur verið með ríkustu lögnum heims frá lýðveldisstofnun. Þegar skoðaðar eru tölur um framleiðni á vinnustund sést að við þurfum að hafa talsvert fyrir þessu ríkidæmi þar sem vinnustundir á mann eru með því mesta sem þekkist. Starfsævin er með því lengsta sem þekkist og hér er mikil atvinnuþátttaka.

Árni Stefán formaður SFR greindi frá morgunverðarfundunum sem skipulagðir eru næstu vikurnar þar sem félagsmenn hafa tækifæri til að taka þátt í umræðunni um aukna samvinnu eða sameiningu SFR og St.Rv. Þrír fundir hafa nú þegar verið haldnir en þeir verða 17 talsins í Reykjavík og víða um land. Dagsetningar fundanna má finna í viðburðum á heimasíðu SFR. Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í samtalinu og koma á morgunverðarfund eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna í síma 525-8354 eða á sfr@sfr.is.

Á fundinum var hafin vinna við undirbúning aðalfundar sem haldinn verður 21.mars næstkomandi. Fundarmenn skiptu sér í hópa og ræddu þau mál sem brenna á fólki í samfélaginu sem taka ætti fyrir á aðalfundi. Þar bar hæst húsnæðismálin, heilbrigðismálin, þjónusta við aldraða og stytting vinnuvikunnar. Kosin var ályktunarnefnd og hana skipa:

Pétur Ásbjörnsson
Vésteinn Valgarðsson
Ingibjörg Hafberg
Ólafur Ásbjörnsson
Ramuné Kamarauskaité

Í lok fundar undir liðnum um önnur mál sagði Ólafur Hallgrímsson formaður Orlofssjóðs SFR frá tveimur nýjum húsum sem eru í byggingu og SFR hefur fest kaup á. Þau eru í Hálöndum við Akureyri og verða vonandi tilbúin til útleigu í sumar.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)