Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. febrúar 2018

Fyrsta skóflustungan!

Þau létu ekki veðrið trufla sig föngulegi hópurinn sem tók fyrstu skóflustunguna að fyrsta íbúðakjarna Bjargs íbúðafélags við Móaveg í Spönginni í Grafarvogi. Í þessum kjarna verða 155 íbúðir sem reiknað er með að verði afhentar til leigu í júní á næsta ári.
Þetta er fyrsta byggingarverkefni Bjargs en félagið áformar umfangsmikla uppbyggingu á leiguíbúðum fyrir tekjulægstu félagsmenn BSRB og ASÍ á næstu árum. Reiknað er með að um 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá félaginu í lok árs þessa árs og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum

Bjarg íbúðafélag var stofnað af BSRB og ASÍ og er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt og gott húsnæði. Íbúðir félagsins verða því afar mikilvæg viðbót inn á húsnæðismarkaðinn. Hagsýni, skynsemi og gæði eru höfð að leiðarljósi við hönnun íbúðanna til að halda leiguverði lágu og er þar m.a. horft til fermetrafjölda. Íbúðir eru því ekki stórar, um verður að ræða 45 fermetra tveggja herbergja íbúðir, 70 fermetra þriggja herbergja íbúðir, 85 fermetra fjögurra herbergja íbúðir og 100 fermetra fimm herbergja íbúðir.

Rekið án hagnaðarsjónarmiða


Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða leiguheimili að danskri fyrirmynd sem standa munu til boða þeim félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ og BSRB sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, skilgreindum í lögum um almennar íbúðir.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)