Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. febrúar 2018

Konur gegn kúgun 8.mars í Tjarnarbíói

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er 8.mars. SFR er í samstarfi við Menningar - og friðarsamtökin MFÍK, BSRB, Kvennathvarfið, Kennarasambandið og fleiri félagasamtök sem halda sameiginlegan baráttufund undir yfirskriftinni KONUR GEGN KÚGUN. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbíói 8. Mars kl. 17.00.

MFÍK eru aðildarfélag Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna hafa minnst dagsins frá stofnun samtakanna árið 1951. Í gegnum árin hafa fjölmargir landskunnir einstaklingar komið fram á samkomum MFÍK á þessum degi. Í ár er engin breyting þar á og margar þjóðþekktar konur munu stíga á svið í Tjarnarbíói. Fundurinn er opinn öllum og búast má við skeleggri umfjöllun um hitamál dagsins - baráttuna gegn kúgun og ofbeldi gagnvart konum

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)