Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. mars 2018

Næsti áfangi launaþróunartryggingar

Í frétt á vef  BSRB kemur fram að í dag var undirritað samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna. Formaður og varaformenn BSRB undirrituðu samkomulagið í hádeginu í dag fyrir hönd bandalagsins. Laun félaga í aðildarfélögum bandalagsins sem starfa hjá sveitarfélögum hækka um 1,4 prósent frá 1. janúar 2018 vegna samkomulagsins en laun starfsmanna ríkisins hækka ekki að þessu sinni.
Laun félaga í ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,4 prósent og laun félaga í ASÍ sem starfa hjá ríkinu hækka um 0,5 prósent frá sama tíma. Þessar hækkanir koma til viðbótar við samningsbundnar hækkanir.
Í rammasamkomulaginu er kveðið á um að starfsmönnum hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt launaskrið á almennum vinnumarkaði verði það meira en hjá hinu opinbera. Með því er ætlunin að tryggja að laun opinberra starfsmanna sitji ekki eftir í almennri launaþróun.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)