Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. apríl 2018

Annað verkefni Bjargs íbúðafélags í framkvæmd

Það var vorblíða í lofti þegar fyrsta skólflustungan var tekin við Urðarbrunn í Úlfarsárdal að öðru verkefni Bjargs íbúðafélags. Í þetta sinn eru íbúðirnar 83 en í febrúar voru hafnar framkvæmdir að byggingu 155 íbúða sem eru vel á veg komnar við Móaveg í Grafarholti. Fyrir nokkrum vikum var einnig skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu 33 íbúða við Asparskóga á Akranesi.

Það voru stjórnarmenn Bjargs og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem tóku fyrstu skóflustunguna en Bjarg íbúðafélag áformar umfangsmikla uppbyggingu á leiguíbúðum á næstu misserum.

Félagið áformar að á þessu ári komist um 450 íbúðir í byggingu hjá félaginu og 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verða meðal annars í Reykjavík, á Akranesi, Akureyri, Þorlákshöfn og Sandgerði. Einnig á félagið í viðræðum við önnur sveitarfélög víðar á landinu.

Bjarg íbúðafélag var stofnað af BSRB og ASÍ, að danskri fyrirmynd og er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt og gott húsnæði. Félagið er húsnæðissjálfseignastofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða leiguheimili sem standa munu til boða þeim félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ og BSRB sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, skilgreindum í lögum um almennar íbúðir.

Það er byggingarfélagið Eykt sem mun sjá um byggingu húsanna við Urðarbraut, verkfræðistofan Mannvit séru um verkfræðihönnun og arkitekt er THG arkitektar.

Verið er að ganga frá undirbúningi vegna skráningar á lista áhugasamra leigjenda.
Skráning verður auglýst sérstaklega þegar þar að kemur.

Hér má lesa meira um Bjarg íbúðafélag

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)