Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. apríl 2018

1.maíblaðið er komið út

1.maí blað stéttarfélaganna er fullt af baráttuanda í takt við útgáfudaginn sem er eins og allir vita alþjóðlegur baráttudagur launafólks.

Á 1.maí  er kjörið tækifæri fyrir launafólk að sýna samstöðu og mæta í kröfugöngur um allt land og krefjast réttlátari skipta á afrakstri vinnandi fólks.

Umfjöllun um síaukinn ójöfnuð bæði á Íslandi og í heiminum er rauður þráður í blaðinu en þar er meðal annars afar áhugavert viðtal við Stefán Ólafsson um rannsókn hans og Arnaldar Sölva Kristjánssonar á ójöfnuði á Íslandi frá stríðslokum til okkar daga.

Það eru væringar á vinnumarkaði víða um heim og í blaðinu er fjallað um verkfall kennara í Ameríku og alsherjarverkfall ríkisstarfsmanna í Danmörku. Síðast en ekki síst er viðtal við Elínu Björgu Jónsdóttur formann BSRB um hræringar í verkalýðshreyfingunni, viðtöl við nokkra félaga úr grasrótinni og ýmislegt fleira áhugavert. 

Blaðið í heild sinni er hér

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)