Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. maí 2018

1.maí - Sterkari saman!

Veðrið endurspeglaði fjölbreytileika lífsins í dag 1.maí á alþjóðlegum baráttudegi launafólks. Gríðarlega góð stemming var í kröfugöngunni og enginn lét það á sig fá þó að snjókorn og sólargeislar hafi tekist á um að fá á að fylgja göngufólki niður á Ingólfstorg. Það var vel tekið undir með kröftugum ræðum þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Þórunnar Sveinbjarnardóttur formanns BHM sem hvöttu til samstöðu okkar allra í því verkefni að bæta kjörin og skapa saman það samfélag sem við viljum hafa.

Sólin náði yfirhöndinni þegar hljómsveitin Síðan skein sól steig á svið og Heimilistónar lögðu áherslu á nauðsyn þess að taka til í samfélagi okkar með Kúst og fæjó. Í lok fundar sungu allir saman við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og lúðrasveitarinnar Svanur, baráttusöngva hins vinnandi manns, Maístjörnuna og Internasjónalinn.

Að loknum fundi  var fjölmennt í kaffi og kræsingar Kvennakórs Reykjavíkur í BSRB húsinu við Grettisgötu.

 

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)