Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. maí 2018

Fundaröð um samstarf og hugmyndir um sameiningu

Undanfarnar vikur og mánuði hefur SFR haldið fjölda morgunverðafunda um land allt auk tveggja opinna félagsfunda í Reykjavík og lauk þeirri fundaröð í gær með síðari opna félagsfundinum í Reykjavík. Umræðuefnið á öllum fundunum hefur verið samstarf SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og hugmyndir um sameiningu. Alls hafa um tæplega 500 félagsmenn SFR komið á fundina til þess að kynna sér málin og taka þátt í umræðum, auk trúnaðar- og stjórnarfólks. Meirihluti þeirra sem hafa sótt fundina eru jákvæðir gagnvart hugmyndum um sameiningu félaganna og þar hefur einnig komið fram fjöldinn allur af gagnlegum ábendingum sem starfsmenn og stjórn munu nýta sér í áframhaldandi starfi og munu skref byggja á þeim. Lokaákvörðun um samstarf eða sameiningu félaganna alltaf í höndum félagsmanna sjálfra og yrði sú ákvörðun tekin í kjölfar allsherjaratkvæðagreiðslu í báðum félögum.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)