Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. maí 2018

Fundur með frambjóðendum í Reykjavík

Sameiginlegur fundur SFR, St.Rv., VR og Eflingar með frambjóðendum til borgarstjórnar í Reykjavík sem haldinn var í gær tókst vel en til fundarins var boðað með litlum fyrirvara. Fundinum var einnig streymt á netinu.
Frambjóðendur 15 flokka af 16 sendu fulltrúa, einungis Frelsisflokkurinn boðaði forföll, og voru tvö aðalmál til umræðu.

Annars vegar var spurt um Reykjavíkurborg sem atvinnurekanda og laun borgarstarfsmanna og hins vegar var rætt um húsnæðismál í borginni. Það er ánægjulegt frá því að segja að allir frambjóðendur flokkanna vilja hækka laun borgarstarfsmanna, mismikið og með mismunandi hætti. Sumir nefndu tölur og aðrir aðferðir, en ástæða er til að ætla að samningar muni ganga greiðlega fyrir sig á næsta ári! Þá kom einnig fram að laun borgarfulltrúa fylgja ekki lengur ákvörðun kjararáðs heldur þróun launa hjá borgarastarfsmönnum en sú breyting var gerð síðastliðið vor. Áberandi var að þekking fulltrúanna á launamálum borgarinnar var afar mismunandi en vonandi varð þessi fundur til þess að þau muni leggja meiri áherslu á þau mál í framtíðinni.

Miklar og heitar umræður sköpuðust eðli málsins samkvæmt og líkti einn fulltrúinn samkomunni við barnasamkomu vegna tíðra framíkalla ákveðinna frambjóðanda. Byggingar leiguíbúða Bjargs komu til umræðu og hið margfræga byggingaréttargjald Reykjavíkurborgar sem stéttarfélögin eru afar óhress með. Flestir frambjóðendur voru sammála um að kostnaður við byggingu húsnæðis þyrfti að lækka og þar gæti borgin lagt ýmislegt til og nokkrir fulltrúanna sögðust tilbúnir til þess að fella gjaldið niður þó ekki væru allir vel inni í þeirri umræðu.

Upptaka af fundinum

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)