Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. júní 2018

Launaskriðstrygging hjá SFV

Laun félagsmanna SFR hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu verða hækkuð um 1,3% afturvirkt frá 1. janúar 2017, til að bæta þeim upp launaskrið á almennum vinnumarkaði. Hækkunin kemur til framkvæmda í næstu launakeyrslum.

Hækkunin grundvallast á ákvæði rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu, sem gert var 27. október 2015. Þar er lýst ákveðnu fyrirkomulagi til að vinna gegn misgengi í launaþróun á samningstímanum, sem nefnd er launaskriðstrygging (launaþróunartrygging) í samkomulaginu. Tilgangur ákvæðisins er að koma í veg fyrir, að opinberir starfsmenn og starfsmenn sjálfseignastofnana, sitji eftir í almennri launaþróun á samningstímanum.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)