Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. júní 2018

Þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta?

Í gær var samþykkt þingsályktunartillaga á alþingi þess efnis að lagt verði í sérstakar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga um sérstakt átak eða nokkurs konar þjóðarsátt, um bætt launakjör kvennastétta sem starfa hjá hinu opinbera. Viðræðurnar munu verða leiddar fjármála- og efnahagsráðherra. Upphaflegu þingsályktunartillagan gekk mun lengra hvað varðar aðgerðir gegn launamuninum en var breytt í meðförum þingsins. Í gær var þó samþykkt að byrja á því að greina laun stétta sem starfa hjá hinu opinbera, draga fram kynbundinn launamun og kanna möguleika á því að innleiða kynhlutlaust starfsmat. Það er von okkar að niðurstöður slíkrar greiningar gætu verið viðbót við þá vinnu sem stofnanir hafa lagt í með jafnlaunastaðalinn og geti opnað fyrir möguleikann á því að bera saman laun milli stofnana og stétta. Við fögnum að sjálfsögðu þessu fyrsta skrefi í áttinni að leiðréttingu launa kvennastétta og bíðum óþreyjufull næstu skrefa.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)