Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. júlí 2018

Áætlanir um leiguverð Bjargs

Bjarg íbúðafélag hefur nú birt áætlað leiguverð í íbúðum félagsins á Móavegi í Grafarvogi, Urðarbrunni í Úlfarsárdal og á Akranesi. Félagið er sjálfseignarstofnun sem BSRB og ASÍ stofnuðu til að tryggja tekjulágum félögum öruggt leiguhúsnæði í langtímaleigu. Bjarg er rekið án hagnaðarsjónarmiða.

Stefnt er á að byggja um 1.400 leiguíbúðir á næstu fjórum árum. Nú þegar eru tæplega 240 íbúðir í byggingu og 430 til viðbótar í hönnunarferli. Stefnt er á að fyrstu íbúðirnar verði afhentar um mitt næsta ár.

Sérfræðingar Bjargs hafa gert áætlanir fyrir leiguverð fyrir íbúðir á Móavegi, Urðarbrunni og Akranesi, að því er fram kemur í frétt á vef félagsins. Áætlun um leigu miðast við verðlag 2018 og áætlanir félagsins um byggingakostnað, vaxtakostnað og kostnað vegna rekstur fasteignanna.

Leiguverð verður gefið út þegar íbúðir verða fullbúnar og mun það taka mið af endanlegum byggingarkostnaði. Vextir á langtímafjármögnun mun einnig hafa mikil áhrif á leiguverð en fjármagnskostnaður mun ekki liggja fyrir fyrr en íbúðir fara í leigu. Félagið mun á líftíma eignanna stöðugt leitast við að lágmarka vaxta- og rekstarakostnað og mun skila öllum ávinning til leigutaka.  Nánar á vefsíðu BSRB.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)