Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. ágúst 2018

Námskeið á Vestfjörðum

SFR hefur  náð samkomulagi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem er á þá leið að félagsmenn SFR geta sótt eftirfarandi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni, sér að kostnaðarlausu. Þetta er gert til þess að koma til móts við félagsmenn okkar á landsbyggðinni, en Gott að vita námskeiðin hafa lengi verið í boði á höfuðborgarsvæðinu. Verið er að vinna að því að bjóða upp á námskeið í samstarfi við fræðslumiðstöðvar víðar um landið.
Eina sem þarf að gera er að skrá sig á vefsíðu Fræðslumiðstöðvarinnar og tiltaka stéttarfélagið og SFR mun greiða námskeiðsgjaldið.

Áherslan er á heilsu og velllíðan í vinnunni. Námskeiðin sem í boði eru:

Samskipti á vinnustað
Haldið 14. september 2018.

Markmið námskeiðsins er að gera fólk meðvitað um hvaða áhrif það hefur sem einstaklingar á samskiptin á sínum vinnustað. Að vekja fólk til umhugsunar um hvernig það getur verið meðvitaðra um sjálft sig og aðra og á þann hátt bætt samskipti og líðan á vinnustaðnum.
Sjá nánar hér.

TRE - leið til að vinna á spennu streitu og áföllum

Haldið 24. september 2018.

Námskeið ætlað fagfólki jafn sem almenningi.
Sjá nánar hér.

Hómópatía
Haldið í september 2018.

Þetta námskeið gefur góðar upplýsingar um hómópatíu og hvernig fólk getur nýtt sér þessa mildu og áhrifaríku aðferð til að hlúa að heilsunni.
Sjá nánar hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)