Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. september 2018

Atkvæðagreiðsla um sameiningu - kynningarsiða

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða með kynningarefni vegna atkvæðagreiðslu um sameiningu SFR og St.Rv. sem fram fer í nóvember. Þá verða haldnir fjölmargir vinnustaðafundir víða um land á næstu vikum auk opinna félagsfunda á Grettisgötu 89. Fyrsti kynningarfundurinn stendur nú yfir á Landspítala en finna má allt um fundina á viðburðadagatalinu á forsíðunni

Samstarf félaganna hefur staðið yfir í áratugi og síðastliðið ár hafa stjórnir félaganna, trúnaðarmenn og fulltrúar unnið að því að skoða mögulegan ávinning þess að sameina þessi tvö stærstu félög innan BSRB. Á sameiginlegum fundi trúnaðarmanna SFR og fulltrúa St.Rv. í nóvember fyrir tæpu ári síðan kom fram sterkur vilji til sameiningar og í vor var áfram fundað og þar urðu m.a. til útlínur nýs félags. Í kjölfar þess ákváðu stjórnir félaganna að efna til allsherjar atkvæðagreiðslu félagsmanna nú í nóvember. Allir virkir félagsmenn í SFR munu geta greitt atkvæði en atkvæðagreiðslan fer fram á sama tíma hjá báðum félögum og munu niðurstöður beggja félaga ráða úrslitum.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)