Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. september 2018

Gott að vita námskeiðin - skráning hefst mánudaginn 1. október kl. 17

Spennandi dagskrá Gott að vita fyrir haustönn 2018 er komin á vefinn og skráning opnar mánudaginn 1. október kl. 17:00. Námskeiðin sem haldin eru á höfuðborgarsvæðinu eru m.a.  Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi, Jóga, Eldað fyrir einn og Eldað með börnum, Aqua Zumba, Verkefnastjórnun í eigin lífi, Streita - dulinn skaðvaldur, Að8sig, Tálgun, Skapandi skrif og Konfektnámskeið svo eitthvað sé nefnt.

Gott að vita námskeiðin eru samstarfsverkefni SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar til margra ára en fræðslunefndir félaganna leggja línurnar fyrir dagskrá hverrar annar. Framvegis, miðstöð símenntunar, heldur utan um skipulagningu námskeiðanna en skráning fer fram á skráningarvef Starfsmenntar, www.smennt.is, fyrstur kemur fyrstur fær.

Námskeið utan höfuðborgarsvæðisins verða m.a. á Ísafirði í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra á haustönn, sjá nánar hér. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)