Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. október 2018

Niðurstöður launakönnunar

Launakönnun SFR lítur nú dagsins ljós tólfta árið í röð. Könnunin var unnin af Gallup í febrúar og mars 2018 og var gerð með líkum hætti og síðustu ár og sýna niðurstöður hennar m.a. að grunnlaun SFR félaga í fullu starfi hækkuðu um rúm 38 þúsund krónur milli ára, en hækkunin var tæplega 34 þúsund krónur fyrir ári. Þetta er rúmlega 9% hækkun. Þá hefur kynbundinn launamunur lítið breyst frá síðasta ári og því miður ekki lækkað. Hann mælist nú 11% en hefur farið lægst niður í 7% árið 2010. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar ítarlega hér á síðunni auk þess sem hægt er að skoða hvar fólk stendur í samanburðinum með því að fara í reiknivélina.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)