Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. október 2018

Fulltrúar SFR á þingi BSRB

Salir og gangar Hilton hótels Nordica hafa verið iðandi af lífi síðustu daga því um 200 fulltrúar aðildarfélaga BSRB hafa þar setið sitt 45. þing. SFR á þar 48 glæsilega fulltrúa sem allir hafa tekið virkan þátt í málefnastarfi og stefnumótun bandalagsins. Í stefnuræðu sinni í upphafi þings varð Elínu Björgu Jónsdóttur fráfarandi formanni tíðrætt um félagslegan stöðugleika og hefur sú umræða einkennt starf þingsins. Yfirskriftin er bætt lífskjör - betra samfélags. Tveir fyrstu dagar þingsins einkenndust af stífri málefnavinnu sem unnin var í hópum, en þar var m.a. mótuð stefna bandalagsins í Velferðar- og kjaramálum, umhverfismálum, menntamálum og fleiri mikilvægum málum sem félagsfólki hefur legið á hjarta. Þetta hefur verið afar gott þing og lærdómsríkt jafnt fyrir þá sem það sóttu í fyrsta sinn sem og gamlar kempur.

 

 

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)