Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. desember 2018

Samkeppni um nafn - verðlaun

Það er mikilvægt að félagsmenn taki þátt í sem flestu um nýja félagið. Þess vegna var ákveðið að blása til samkeppni meðal allra félagsmanna
St.Rv. og SFR um nafn. Skilafrestur vegna hugmynda að nýju nafni er 14. janúar 2019.

Dómnefnd fer yfir hugmyndirnar og velur besta nafnið. Ef dómnefndin telur fleiri en eitt nafn koma til greina þá getur hún efnt til skoðanakönnunar meðal félagsmanna. Dómnefndin áskilur sér einnig rétt til að framlengja skilafresti ef þurfa þykir. Ef fleiri en einn eiga hugmyndina að vinningsnafninu verður dreginn út vinningshafi. Í dómnefnd sitja fulltrúar úr báðum félögum og utanaðkomandi ráðgjafi.

Verðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndina.
Verðlaun fyrir hugmyndina sem verður valin:
Gjafabréf í flug að verðmæti 50 þúsund krónur og vikugisting
í húsi eða íbúð félaganna á Spáni.

Hugmyndir að nafni er hægt að senda í tölvupósti á netfangið solveig@sfr.is, eða í bréfapósti. Merkja þarf hugmyndina með eigin nafni, kennitölu, netfangi og síma, en nafni höfundar verður haldið leyndu fyrir dómnefndinni.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar /
SFR stéttarfélag í almannaþjónustu
b/t Sólveig Sigr. Jónasdóttir
Grettisgata 89
105 Reykjavík
Og merktu póstinn NAFN


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)