Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. desember 2018

Genfarskólinn

Virkir félagsmenn í aðildarfélögum BSRB sem hafa áhuga á að læra meira um alþjóðamál verkalýðshreyfingarinnar geta sótt um að komast í nám í Norræna lýðháskólanum í Genf, Genfarskólanum, en hægt er að sækja um til loka janúar 2019.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu á starfsemi stéttarfélaga á Íslandi og hafi sótt fræðslustarf á vegum hreyfingarinnar. Nám við Genfarskólann fer fram samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf. Í náminu kynnast nemendur þinghaldinu og ILO, Alþjóðavinnumálastofnuninni, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Nemendur sækja fyrst kynningarfundi hér á landi og fara á fornámskeið í Svíþjóð 25. til 28. apríl, auk þess að stunda nám í fjarnámi í apríl og maí. Lokaáfangi námsins fer fram í Genf 6 til 25. júní. Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á einu norðurlandamáli auk þess að hafa góða enskukunnáttu.

Eins og undanfarin ár munu tveir nemendur frá Íslandi sækja Genfarskólann. BSRB og ASÍ greiða námsgjöld og flugfargjöld fyrir einn nemanda hvort.

Nánari upplýsingar má finna á vef Genfarskólans en þeir sem hefðu áhuga á að skoða þetta nánar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins. SFR hefur sent fjölmarga fulltrúa í Genfarskólinn, síðasti fulltrúi okkar var Svanhildur Steinarsdóttir sem fór árið 2017 og skrifaði um það Blað stéttrfélaganna. Þannig vill til að fulltrúi St.Rv. var þar í vor og í nýjasta blaðinu okkar er einmitt frásögn af því.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)