Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. janúar 2019

Sameyki - næstu skref og merking nafnsins

Að loknum aðalfundi og tilkomu sameinaðs félags er margvísleg undirbúningsvinna nú komin á fullt á skrifstofunni. Að ýmsu er að huga og margt sem þarf að gera. Vinna við undirbúning að nýrri heimasíðu er til dæmis hafin, skoðun sameiginlegs orlofskerfis og svo þarf Sameyki að eiga sitt sérstaka merki, ekki satt? Starfsmenn notuðu daginn vel og æfðu sig meðal annars í að svara í símann! Við munum passa upp á að kynna allar breytingar um leið og þeir þær verða að veruleika, stundum jafnvel fyrr. En þetta mun allt taka tíma og þangað til biðjum við ykkur um að sýna örlitla þolinmæði og skilning þar sem flækjustig verkefnanna er með mesta móti þessa fyrstu daga. Við viljum hins vegar óska félagsmönnum öllum innilega til hamingju með sameiginlega félagið okkar.


Margir hafa velt fyrir sér heiti félagsins og merkingu þess. Sameyki er sjaldgæft en hljómfagurt íslenskt orð sem er gamalt í málinu. Orðið sameyki merkir teymi (e. team) og var sérstaklega notað sem slíkt áður en orðið teymi var til í íslensku. Orðið sameyki stendur þannig fyrir samvinnu en er einnig notað yfir það þegar dýr eða vélar eru tengd saman til að draga þungt hlass. Merkingin vísar í styrk, samstarf og samstöðu og er lýsandi fyrir sameinað félag.
Sameyki var ein af 291 hugmynd sem send voru inn í samkeppni um nafn og einungis einn höfundur var að baki þess. Höfundurinn Margrét Högnadóttir sem er trúnaðarmaður hjá Ríkisskattstjóra fékk vegleg verðlaun sem afhent voru á aðalfundinum.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)