Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. febrúar 2019

Ofurlaun vanvirðing við launafólk

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu segist fordæma þá ofurlaunastefnu sem bankastofnanir í eigu ríkisins hafa kosið að taka. Laun bankastjóra séu langt umfram það sem eðlilegt getur talist og fréttir af launahækkunum um tugi prósenta eru hrein vanvirðing við allan þorra launafólks. Sameyki hefur nú skrifað undir viðræðuáætlanir við sína stærstu viðsemjendur og samninganefndir félagsins eru byrjaðar að funda. Árni Stefán segir að á sama tíma og launafólk karpi um lágmarks krónutöluhækkanir séu ákvarðanir um himinháar hækkanir bankastjóra eins og köld vatnsgusa. Hann segir það vera stjórn bankanna til skammar hvernig ofurlaunastefnu hafi verið leyft að vaxa og dafna í pólitísku skjóli bankaráðanna á sama tíma og hóflegum launakröfum er lýst sem ógnun við efnahagslega stöðugleika.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)